Jólamarkaður á morgun.

Kæru vinir
Á morgun sunnudaginn 27 nóvember verðum við
með jólamarkað í Matarskemmunni á Laugum frá kl 11:00 til kl 18:00
Á loftinu hjá okkur verður Ólína frá Hraunkoti með góða Línubakkelsið sitt. Heitt á könnunni og jólastemning á fyrsta degi aðventu.
Verið hjartanlega velkomin

Hangikjötið fyrir jólin

photo-17-11-2016-22-05-01

Góðan og blessaðan daginn.
Nýfallinn snjór og jólin að nálgast.
Þá er nú vissara að eiga úrvals hangikjöt. Lambalærin okkar eru uppseld.
Ennþá eigum við:

Frampartsrúllur. (Vel fituhreinsað og sannur hátíðarmatur)

Frampartsbita. (Fátt betra en að snæða þá heita á köldu aðventukvöldi)

Ærlæri. (Sem eru að koma mjög vel út hjá okkur)

Endilega pantið tímanlega.

Góðar stundir.

Matarskemmunni á Laugum

Kæru vinir,
Á morgun laugardaginn 12 nóvember verðum við með opið í Matarskemmunni á Laugum milli kl. 11-14. Mikið úrval af kjötvörum beint frá býlinu okkar.

Verið hjartanlega velkomin

Bitahangikjöt fyrir aðventuna.

Gamla góða bitahangikjötið er gott að eiga á aðventunni
Taka forskot á sæluna.

Einnig eigum við hangiframpart úrbeinaðan.

Matarmarkaður á laugardaginn

Við hjá heimavinnslunni í Vallakoti verðum með opið í Matarskemmunni á Laugum laugardaginn 14.febrúar frá kl. 11.00 til 15.00

Þar ætlum við að bjóða valdar vörur til sölu. Ungnautakjöt bæði frosið og ófrosið, vöðva, hakk og hamborgara, allt fyrsta flokks kjöt.

Upplagt að kaupa helgarsteikina tilbúna til eldunnar full meirnaða og girnilega.

Einnig verða sperðlar og bleikja beint úr kofanum, broddur og fleira.

Kaffi á könnunni og allir velkomnir

Nýjar vörur að koma í sölu

Nú eru að koma nokkrar nýjar vörur eins og sperðlar, hangikjöt og fleira í sölu.

Við höfum ekki auglýst þær fyrr vegna þess að við sáum ekki fram á að geta framleitt nema uppí pantanir sem þegar höfðu borist en nú er ljóst að það er aðeins eftir af nokkrum vörum.

Þetta er hægt að sjá betur í vörulistunum