Entries by Arnþor

Jólamarkaður á morgun.

Kæru vinir Á morgun sunnudaginn 27 nóvember verðum við með jólamarkað í Matarskemmunni á Laugum frá kl 11:00 til kl 18:00 Á loftinu hjá okkur verður Ólína frá Hraunkoti með góða Línubakkelsið sitt. Heitt á könnunni og jólastemning á fyrsta degi aðventu. Verið hjartanlega velkomin

Hangikjötið fyrir jólin

Góðan og blessaðan daginn. Nýfallinn snjór og jólin að nálgast. Þá er nú vissara að eiga úrvals hangikjöt. Lambalærin okkar eru uppseld. Ennþá eigum við: Frampartsrúllur. (Vel fituhreinsað og sannur hátíðarmatur) Frampartsbita. (Fátt betra en að snæða þá heita á köldu aðventukvöldi) Ærlæri. (Sem eru að koma mjög vel út hjá okkur) Endilega pantið tímanlega. […]