Hangikjötið fyrir jólin

photo-17-11-2016-22-05-01

Góðan og blessaðan daginn.
Nýfallinn snjór og jólin að nálgast.
Þá er nú vissara að eiga úrvals hangikjöt. Lambalærin okkar eru uppseld.
Ennþá eigum við:

Frampartsrúllur. (Vel fituhreinsað og sannur hátíðarmatur)

Frampartsbita. (Fátt betra en að snæða þá heita á köldu aðventukvöldi)

Ærlæri. (Sem eru að koma mjög vel út hjá okkur)

Endilega pantið tímanlega.

Góðar stundir.