Jólamarkaður á morgun.

Kæru vinir
Á morgun sunnudaginn 27 nóvember verðum við
með jólamarkað í Matarskemmunni á Laugum frá kl 11:00 til kl 18:00
Á loftinu hjá okkur verður Ólína frá Hraunkoti með góða Línubakkelsið sitt. Heitt á könnunni og jólastemning á fyrsta degi aðventu.
Verið hjartanlega velkomin

Hangikjötið fyrir jólin

photo-17-11-2016-22-05-01

Góðan og blessaðan daginn.
Nýfallinn snjór og jólin að nálgast.
Þá er nú vissara að eiga úrvals hangikjöt. Lambalærin okkar eru uppseld.
Ennþá eigum við:

Frampartsrúllur. (Vel fituhreinsað og sannur hátíðarmatur)

Frampartsbita. (Fátt betra en að snæða þá heita á köldu aðventukvöldi)

Ærlæri. (Sem eru að koma mjög vel út hjá okkur)

Endilega pantið tímanlega.

Góðar stundir.

Matarskemmunni á Laugum

Kæru vinir,
Á morgun laugardaginn 12 nóvember verðum við með opið í Matarskemmunni á Laugum milli kl. 11-14. Mikið úrval af kjötvörum beint frá býlinu okkar.

Verið hjartanlega velkomin

Bitahangikjöt fyrir aðventuna.

Gamla góða bitahangikjötið er gott að eiga á aðventunni
Taka forskot á sæluna.

Einnig eigum við hangiframpart úrbeinaðan.