Matarmarkaður á laugardaginn

Við hjá heimavinnslunni í Vallakoti verðum með opið í Matarskemmunni á Laugum laugardaginn 14.febrúar frá kl. 11.00 til 15.00

Þar ætlum við að bjóða valdar vörur til sölu. Ungnautakjöt bæði frosið og ófrosið, vöðva, hakk og hamborgara, allt fyrsta flokks kjöt.

Upplagt að kaupa helgarsteikina tilbúna til eldunnar full meirnaða og girnilega.

Einnig verða sperðlar og bleikja beint úr kofanum, broddur og fleira.

Kaffi á könnunni og allir velkomnir

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *